Það hlaut að koma að því að þessi paletta yrði mín.

Umbúðirnar eru svipaðar og aðrar palettur frá Anastasia Beverly Hills en ég hef skrifað áður um Master Palette by MARIO. Áferðin á henni er hinsvegar þannig að efnið grípur í sig ryk og augnskugga svo það þarf að fara örlítið pent með hana þar sem ekki er hægt að þurrka af henni.

Augnskuggarnir eru mjúkir, litsterkir og blandast auðveldlega. Er virkilega ánægð með paletturnar og stöku augnskuggana sem að ég á frá ABH. Ég hef t.d. lang oftast gripið í Master Palette þegar ég er að mála mig og held ég að Modern Renaissance eigi eftir að veita henni mikla samkeppni.

Byrjar efst: Tempera, Goldem Ochre, Vermeer, Buon Fresco, Antique Bronze, Love letter, Cyprus Umber, Raw Sienna, Burnt Orange, Primavera, Red Ochre, Venetian Red, Warm Taupe, Realgar.

Passa þarf að dúmpa burstanum létt í augnskuggana því þeir eru örlítið lausir í sér og er því auðvelt að taka alltof mikið að lit á burstann. Það er bæði sóun á vöru og skapar bara vandræði á augnlokunum.

 Í þessa förðun notaði ég Burnt Orange, Realgar, Cyprus Umber og Primavera. Það verður að segjast eins og er, ég skil VEL afhverju þessi paletta hefur verið svona ótrúlega umtöluð og vinsæl síðastliðið ár.

Fæslan er ekki kostuð. Varan var keypt í Sephora í USA en er fáanleg á Íslandi hér.

Takk fyrir að lesa xx

 

Share: