Varan var gjöf frá Lancome á Íslandi.

Það er komið að því!  Fyrsta bloggfærslan mín um maskara! Ég vona svo sannarlega að þær verði fleiri í framtíðinni, enda eru maskarar vinsælasta förðunarvara í heimi. Þeir eru til í öllum stærðum og gerðum, fyrir allar týpur augnhára og í öllum regnbogans litum.

  Í dag ætla ég að sýna ykkur nýjasta maskarann frá Lancome.

Já, Monsieur BIG eða Mr. Big. Ég og örugglega allir aðrir hugsa fyrst til Mr. Big, stóru ástinni hennar Carrie í Sex & the City sem var dramatískur og áhrifamikill.

Eitt er víst, hann er stór. Burstinn er þykkur og þéttur, formúlan er mjúk og ein sú svartasta sem ég hef prófað. Það sem mér finnst best við hann er að augnhárin verða ekki hörð heldur haldast mjúk þó að ég sé með maskara. Hann smitar samt ekki eftir að hann þornar og molnar ekki niður.

Einnig kom Monsieur BIG Marker eyeliner túss. Oddurinn á honum er einstakur að því leiti að hann er breiður en samt mjór á sama tíma, svo að það er einfalt að gera þykkan liner en líka hægt að gera mjóan væng. Ég hef persónulega aldrei verið hrifin að því að nota felt-tip tússa en það hefur gengið furðuvel fyrir mig að ná fallegum liner með honum.

Mér finnst maskarinn sérstaklega flottur á neðri augnhárin þegar maður setur mikið af honum (meira en á myndinni fyrir ofan) með smokey augnförðun t.d. þá verður rosalega mikið úr þeim. Það er einfalt að byggja maskarann upp án þess að hann verði of klesstur en fyrir mig eru tvær umferðir meira en nóg.

Takk fyrir að lesa, xx

Share: