Við höfum eflaust öll lent í því að brjóta uppáhalds snyrtivöruna okkar, grátið í 30 mín og svo skafað upp leyfarnar og sett aftur í dolluna.

Moon Mousse er nýleg vara hér á Íslandi sem er sérstaklega blönduð til þess að setja saman brotnar púðurvörur án þess að skemma eða þurrka upp formúluna. Þar sem að ég er mjög klaufsk þá á ég mikið af brotnum ljóma og andlitspúðrum svo að ég ákvað að láta vaða í að laga nokkrar.

Samkvæmt leiðbeiningum á að byrja á því að mylja niður og búa til laust púður úr vörunni.

Næst er froðan sett yfir allt og beðið í dágóðan tíma á meðan hún smýgur inn og bleytir upp í allri vörunni. Það stóð að það ætti að láta hana þekja vel og það skipti ekki öllu þó það væri sett of mikið. Ég virðist samt hafa verið að spara þetta í fyrstu tilraun og þurfti ég að setja meira þar sem að varan var enn þurr neðst.

Svo er spaðinn notaður til þess að slétta vel úr drullumallinu og reyna að hafa það jafnt allstaðar.

Svo þarf þetta að fá að þorna yfir nótt, mitt var það blautt að ég leyfði því að þorna í 24 klst. Mikilvægt er að hafa umbúðirnar ekki lokaðar svo að það lofti vel um.

Daginn eftir var svo komið að því að pressa púðrið. Það gekk ljómandi vel og þægilegt að nota mótið þrátt fyrir að það væri of lítið.

Lokaútkoman kom skemmtilega á óvart, formúlan var mjúk og ennþá vel litsterk. Áferðin breyttist ekkert og er varan ekki öðruvísi í notkun. Ég prófaði að missa hann aftur úr hæfilegri fjarlægð og hann hélst alveg heill (allt í þágu vísindana). Ég hef nefnilega verið að lenda í því að þegar ég pressa vörur með alkóhóli þá verða þær aldrei 100% heldur eru þær alltaf mjög brothættar og í 87% tilfella enda aftur í méli.

Það verður því að segja að Moon Mousse er samþykkt vara og get ég vel mælt með henni til þess að bjarga ykkar uppáhalds vörum. Eini gallinn var að mér fannst ég þurfa mikið af henni til þess að laga eitt ljómapúður (sem er reyndar stórt og var alveg fullt þegar það brotnaði). Því veit ég ekki hvað svona skammtur dugir lengi,

Varan var gjöf frá Shine.is

 

Share: