Vöruna keypti ég sjálf og er færslan ekki kostuð. 

Photo 26-02-15 14 51 57Jæja, loksins! Let‘s talk about Morphe 35N! Sko byrjum á því að ég hef verið die hard Morphe fan í ótrúlega langan tíma og hef notað förðunarburstana frá þeim í mjöööööög langan tíma. En ég mun líklega fara yfir þá ásamt restinni af burstakitinu í annari færslu.

Eftir að ég fékk mína fyrstu sendingu frá Morphe hef ég líklega verið að panta frá þeim á tveggja mánaða fresti, en þarf hef ég líka verið að kaupa L.A. Girl HD conceal hyljarana. Þið getið rétt svo ímyndað ykkur gleði mína þegar ég sá að Fotia.is ætluðu að taka inn MORPHE, en ég viðurkenni alveg að ég er ekki sú þolinmóðasta þegar það kemur að bíða eftir pöntunum svo það er æðislegt að geta fengið hlutina á innan við viku.

Ég gat aldrei gert það upp við mig hvort mig langaði að eignast 35N eða 35W, munurinn er sá að 35N er alveg mött en 35W er blönduð. Ég nota lang mest matta augnskugga, og svo smá sanseraða/hreint glimmer með þeim því oft finnst mér blöndunin ekki verða jafn hrein ef ég nota bara sanseraða (er með blöndunaráráttu). Persónulega er ég hrifnari af dökku litunum í palletunni, þar sem þeir gefa meira pigment af sér og þekja því betur og er þægilegra að blanda þá. Að mínu mati er hægt að dæma um gæði augnskugga með því að skoða color payoff, eða hversu mikinn lit hann gefur með einni stroku, og hvernig hann blandast. Að því leiti er pallettan frábær, gæðin og verðið bara svo ótrúlega gott að ég kemst ekki yfir það og langar í allar hinar líka. Somebody please stop me.

Photo 25-03-15 02 16 04

Ég er búin að gera nokkrar farðanir með palettunni, bæði á mig og kúnna, en aulast alltaf til þess að gleyma því að taka myndir af þeim. En hér er örstutt pictorial af þessari förðun ásamt full face details.

 

DSC_0188

DSC_0195

DSC_0198

DSC_0199

Svo setti ég NYX Gel liner og blanda hann vel upp í svarta svo það komi engar skarpar línur.

DSC_0219

Auðvitað er lang fljótlegast að gera smoked out liner með því að gera liner eins og venjulega og smudge-a hann út, en það er þægilegra sýna hvernig hann er gerður með því að nota límband, eða shadow shields.

5555

FACE

Double wear – Estee lauder

H.D. Conceal – L.A. Girl

Finishing powder – NYX

PRO Contour palette – NYX

Soft & gentle – MAC

Terra cotta – NYX

BROWS

Brow wiz  “Taupe” – Anastasia beverly hills

LIPS

Matte lipstick “Maison” – NYX

undirskrift

Share: