Enn ein morphe pallettan. Ég pantaði þessa „óvart“ þegar ég var að næla mér í fáeina andlitsbursta á morphebrushes.com. Ég held það sé komið á hreint hvað mér finnst um Morphe, ég prufaði burstana þeirra fyrst fyrir einu og hálfu ári síðan og hef verið heltekinn af merkinu síðan þá. Fyrsta augnskuggapalettan mín frá þeim var 35N, en ég blabbaði einhvað um hana hérna fyrir þónokkru síðan.

Þessi er allt annað en 35N, en vávává litaglaða ég fékk flog þegar hún fékk palettuna í hendurnar. Hún er svo litsterk, creamy, og bara það fallegasta sem ég hef séð.

IMG_2220

Ég notaði hana tvisvar um helgina, í tvö mjög ólík look og ætla ég ekkert að fara út í þau nánar en öll details má finna á instagram.

IMG_2144

Hérna notaði ég fjólubláa tóna úr palettunni, ásamt Winter wonederland glimmeri frá EYEKANDY sem ég keypti á haustfjörð.is 

IMG_2157

Svo notaði ég græna tóna, sem mér finnst btw EKKI fara mér, en ég elska að nota á mig ( weird I know):

IMG_2185

Með þeim notaði ég Sour apple glimmer frá EYEKANDY, sem ég keypti líka á haustfjord.is, ég var búin að skrifa smá færslu um eyekandy glimmerin, en ég er heltekin af þeim og það er ALLTAF tilefni til þess að nota glimmer. STAÐFEST. IMG_2183image (1)

Hérna er gróflega aðferðin sem ég notaði við seinna look-ið, mér finnst ótrúlega gaman að vinna með liti þar sem það getur verið krefjandi að blanda þeim og gera þá eins flawless og þegar unnið er með neutrals. Burstarnir sem ég notaði við þessar farðanir eru allir frá MORPHE, og keypti ég þá á morphebrushes.com. FOTIA.is er samt alltaf að stækka úrvalið af Morphe brushes og þar sem sendingakostnaðurinn er orðinn sky high hjá þeim úti er mun hentugra að kaupa þá hérna heima. Öll glimmerin mín hef ég keypt hjá haustfjord.is.

xoxo

undirskrift

Share: