LOKSINS!

Förðunarhjartað mitt tók risa kipp á aðfangadagsmorgun þegar minn heittelskaði rétti mér kassa merktann Natasha Denona. Mig hefur dreymt um að eignast vörur frá merkinu í óralangan tíma en ekki tímt að fjárfesta og ekki getað ákveðið mig hvað ég ætti að fá mér. Flestir sem eru vel að sér í förðunarheiminum þekkja til verka Natöshu, förðunarskólans og förðunarmerkisins.

 

Rauði metallic var sá fyrsti sem greip mig og var hann aðal númerið í jólaförðununni minni.

Blár er minn allra uppáhalds litur í augnfarðanir, sérstaklega fyrir full-glam djamm farðanir.

Og svo að lokum áramótaförðunin mín, klassísk.

Palettan heitir Aries, skemmtileg blanda af nude, red bronze, burnt terracotta, icy blue og peachy gold í klassískum ND formúlum: metallics, mattes, duo-chromes og sparkling chroma crystals. Það er einfaldega þannig að ég ef ekki notað aðra palettu síðan ég fékk hana í hendurnar og endaði hún á árslistanum 2017 yfir bestu augnskugapalettur þrátt  fyrir stutt kynni.

Ég er ekki ennþá búin að jafna mig á þessari fegurð en þið getið spennt beltin því það er more to come soon! Aries var bara upphitun…

Natasha Denona förðunarvörurnar fást í Sephora.

Færslan er ekki kostuð.

Share: