“Makeup shouldn’t cover your skin, it should enhance your natural beauty, not mask it.”—François Nars, Founder and Creative Director of NARS Cosmetics

Miðlungs – byggjanleg þekja, náttúrleg áferð, léttur, á ekki að dofna, og endist í allt að 16 tíma á húðinni. Hann á að henta öllum húðgerðum og þar á meðal viðkvæmri húð, þurrkar ekki upp húðina, stíflar ekki húðholur, og er olíu og ilmefna laus. Nars býður upp á 33 litatóna í farðanum og eru með góðar leiðbeiningar á síðunni hjá sér til að aðstoða við litaval. Ég valdi mér litinn Santa Fe sem að er örlítið gulari en mín húð en loka útkoman er ótrúlega falleg. Einnig er hann örlítið dekkri en það sem ég “á” að nota en þar sem að ég er oftast nær með brúnkukrem (White to Brown) þá hentar hann vel.

Natural Radiant Longwear farðinn gefur afskaplega fallegt ljómandi útlit, ýkir ekki áferð á húðinni og endist vel. Ég hef næstum því eingöngu notað hann síðan í byrjun janúar, bæði sem dagsdaglegan farða og á kvöldin fyrir fínni tilefni. Endingin er mjög fín alveg sama hvort ég noti primer, andlitsolíur eða bara krem. Hann helst fallegur á mér í góðan tíma, eftir 6-8 tíma fara náttúrulegar olíur að koma í gegn en hann dugir alveg góða 3-4 tíma í viðbót eftir það án þess að renna. Alveg í lok dags á tíma 13-16 er hann byrjaður að skilja sig við nefið og renna í svipbrigða línur.

Umbúðirnar eru stílhreinar og klassískar Nars, flaskan er úr gleri og kemur farðinn með pumpu.

Þekjan er miðlungs – byggjanleg en eins og sést þá þekur farðinn vel roða og bletti ásasmt því að draga aðeins úr áferð án þess að vera kökulegur. Húðin virkar næstum lýtalaus og jöfn.

Hér er farðinn eftir 4 tíma á húðinni (enginn filter, óunnin mynd), alveg eins og þegar hann var settur á.

Fyrri reynsla af förðum frá NARS var mis góð, All Day Luminous Weightless Foundation var í miklu uppáhaldi fyrir nokkrum árum og er enn einn af mínum uppáhalds ljómaförðum. Í haust keypti ég svo Velvet Matte Foundation Stick sem að ég virkilega hata, hann bara virkar alls ekki fyrir mig. Ég hafði því blendnar tilfinningar fyrir Natural Radient Longwear Foundation áður en ég prófaði hann, mér til MIKILLAR ánægju er hann æðislegur og smellpassar minni húð og mínum kröfum.

Vöruna keypti ég á Selfridges og kostaði hún í kringum 5200 kr komin heim.

Færslan er ekki kostuð.

 

Share: