Vöruna keypti ég sjálf og er færslan ekki kostuð. 

Anastasia Beverly Hills hefur lengi verið eitt af mínum uppáhalds merkjum, en það er þekktast fyrir einstaklega flottar og þægilegar augabrúnavörur. Ein af nýjustu viðbótunum í safnið mitt ert Glow Kit í litnum That glow frá þeim, en það er highlighter palleta með 4 litum, hver öðrum flottari og einstaklega pigmentaðir.

DSC_2255

Ég var búin að skoða þessa palettu í dágóðan tíma og ákvað svo að ég “þyrfti” hana “ekki”. En sumir þekkja mig betur en aðrir, og pantaði kærastinn minn hana fyrir mig og gaf mér hana óvænt í litnum. Þið getið rétt ímyndað ykkur gleði mína, enda mikill make-up fíkill og ELSKA Anastasia Beverly Hills. Mig langaði að gefa mér smá tíma til þess að prufa palettunua áður en ég segði ykkur hvað mér finnst, en ég get alveg fullvissað ykkur um það að hún er frábær, okei nei…FRÁBÆR!

IMG_5017

Bubbly er minn uppáhalds úr palettunni, en golden bronze er líka ótrúlega flottur yfir/með kinnalitum eða skyggingu. Sunburst er eins og aðeins gulari týpa af vinsæla Mary-lou Manizer sem allir kannast við.

IMG_4998

Morphe M310 + That Glow

Ég veit að ég á eftir að nota þessa mikið í framtíðinni, enda hefur hún tekið alveg við af öllum hinum highlighterunum mínum á aðeins einni viku. Ótrúlega þægilegt að hafa alla á einum stað í handhægum og GULLFALLEGUM umbúðum.

undirskrift

Share: