Vöruna keypti ég sjálf og er færslan ekki kostuð. 

Það er svolítið að detta inn þetta makeup look, þar sem förðunin er höfð sem náttúrulegust og fókusinn er oftar en ekki á húðina. Það fer rosalega eftir húðgerð og húðástandi hvaða vörur eru notaðar í þessar farðanir en ég ætla að deila með ykkur þessari förðun og vörunum sem ég notaði í eins stuttu máli og ég mögulega get en neðst er svo vörulisti fyrir þær sem nenna ekki að lesa bullið í mér.

DSC_0367

Módel dagsins er hún Nanna, en þið gætuð fengið að sjá aðeins meira af þessu fagra andliti (ef hún mögulega nennir mér meira).

DSC_0274

Ég byrjaði á því að nota Vitamin E face mist frá bodyshop sem að frískar húðina og veitir raka, en raki húðar hefur mikið að segja um það hvernig farðinn á eftir að koma út.

Svo setti ég appelsínu gulan hyljara frá NYX undir augun og við munnvik til að lýsa svæðin og leiðrétta litinn. Næst notaði ég MAC face and body í N3 yfir allt andlitið með buffing brush frá Real Techniques en af öllum mínum farðaburstum og svömpum er þessi sá eini sem nær almennilegri áferð með F&B að mínu mati.

Laura mercier secret camouflage í SC-3, ljósari litinn undir augun og við munnvik í mjög litlu magni. Og svo HD conceal Classic Ivory frá L.A. Girl í under eye highlight, á höku og aðeins á enni og niður nef.  Alla þessa hyljara og aðeins um litaleiðréttingu má finna hér. HD studio finishing púður yfir allt andlitið til þess að setja farðann.

Á augun notaði ég HD eyeshadow primer frá NYX, og augnskugga frá makeupgeek. Beaches & cream í globus, purely naked á augnlokið og shimma shimma í augnkrók. Eitt lag af maskara á efri augnhár og svo raðað 6 stökum augnhárum á hvort auga. Ég fór svo létt yfir brúnirnar með lituðu augabrúnageli.

Á vörunum er mitt uppáhalds combo nude blýantur frá NYX og Clarins instant light gloss.


DSC_0284

HÚÐ/FACE:

Vitamin E Face Mist – Bodyshop

Concealer Jar Orange – NYX

Face and body foundation N3 – MAC

Secret camouflage SC3 – Laura mercier

HD Conceal Classic Ivory – L.A. Girl

Finishing powder – NYX

Contour shades Fawn + Havana – Anastasia Beverly Hills

Soft & Gentle – MAC

Liquid iluminator 02 – NYX

AUGU/EYES:

HD eyeshadowbase – NYX

Beaces & cream – Makeupgeek

Purely naked – Makeupgeek

Shimma shimma – Makeupgeek

Mascara + single lashes – NYX

Tinted brow mascara – NYX

Varir:

Retractable lip liner Nude – NYX

Instant light 02 – Clarins

 makeup

undirskrift

Share: