Nýjasta viðbótin í Paula’s Choice safnið mitt.

Maskinn inniheldur fjöldamörg efni sem að sefa húðina eins og t.d. Salix Alba þykkni (e. extract), Aloe vera þykkni, þykkni úr Sjópípu, haframjöl og bisabolol. Virðist því vera að áhersla sé lögð á að maskinn hafi róandi áhrif og dragi úr bólgum og roða. Mér finnst hann eimitt góður á bólusvæði þar sem hann fær að njóta sín best ég finn mikinn mun á eymslum og roða sem að fylgja sýktum húðsvæðum ásamt því að húðin er hreinni. Það sem hann á helst að gera er að draga í sig umframolíu á yfirborði húðarinnar og þar með matta hana. Einnig á hann að draga saman húðholur en ég hef ekki séð mikinn mun á því vandamáli, enda góðu vön eftir nokun á Niacinamide Booster einnig frá PC.

Grunnurinn er kaolin og bentonite leir sem að báðir hafa þann eiginleika að draga í sig yfirborðsolíur, á móti kemur glycerin, aloe vera og önnur efni til að viðhalda raka húðarinnar og er hann því ekki ofþurrkandi. Hinsvegar er leirinn kraftmikill og gæti valdið óþægindum á þurrum húðgerðum, því gæti verið gott að nota hann staðbundið á t-svæðið eða olíumikil svæði.

Umbúðirnar eru þægilegar og einfaldar. Innihaldið er 118 ml af maska sem að er mikið miðað við sambærilegar vörur frá öðrum fyrirtækjum.

Enn og aftur veldur Paula’s Choice ekki vonbrigðum. Þetta eru vörur sem að gera það sem ætlast er til af þeim og innihaldsefnin eru góð.

Varan var gjöf frá Tigerlily.is.

Share: