Augnhárin fékk ég send að gjöf frá Haustfjörð.is

Það gleður mig að kynna fyrir ykkur kæru lesendur nýtt merki á Íslandi, Peek-a-boo Mink lashes! Augljóslega er um að ræða mink augnhár sem eru cruelty free (dýr verða ekki fyrir skaða við framleiðslu), dæmi um svipuð augnhár eru t.d. Lilly Lashes (sem ég hef skrifað um oft áður) og fl. Þessi lína er einstaklega wispy, feathery og fluffy…allt orð sem mér tekst ekki að finna íslenska þýðingu á.

COVER GIRL

covergirl

Misþétt og mislöng = Náttúrulegra útlit. Þau eru jöfn í báða enda en mjög wispy í allar áttir.

HEARTBREAKER

heartbreaker

Þessi eru my ultimate favorite úr línunni, jidúddamía þið sjáið afhverju. Þau eru súúúúper wispy og “tætast” út í allar áttir, mjög löng og þéttust við línuna en þynnast út.

WHIP LASH

dsc_0525-copy

Þau eru ekkert of löng, mér finnst þau fín fyrir t.d. byrjendur í þessum augnhárabransa eða þá með léttari förðunum.

TROUBLE MAKER

k888

Lengri í ytri endan og því fullkomin með eyeliner förðunum.

BABY GIRL

iii88

ÉG ELSKA ÞESSI. Þau eru svo ótrúlega þétt og frábær. Þau eru ekki jafn wispy vegna þess að þau eru jafn þétt fram á endann. Hlakka mikið til að gera “full-glam” look með þeim.

dsc_0489

Þið getið auðvitað séð myndir af þeim í pökkunum inn á haustfjörð.is til þess að fá frekari tilfinningu fyrir þeim en mig langaði að sýna ykkur hvernig þau líta út á augunum frekar en pakkamyndir.

undirskrift

Share: