Ný dásemd frá Anastasia Beverly Hills.

Holiday palettan frá ABH er gullfalleg blanda af djörfum og hlutlausum litum með mattri, metallic og duo-chrome áferð.

Umbúðirnar eru stílhreinar og ótrúlega flottar. Ég fyrirgef þeim ekki enn áferðina á palettunni en þemað heldur áfram með flauels áferðina , eins og Modern Renaissance sem að gerir það ótrúlega erfitt að halda palettunum snyrtilegum.

Ég læt fylgja með litalýsinguna frá heimasíðu ABH. Talið frá efsta að neðsta. Lucid: Duo chrome white gold with pink reflect, Eden: Ultra-matte coral pink, Unity: Ultra-matte nude ochre, Sphinx: Metallic warm bronze, Osiris: Metallic midnight violet with red reflect, Sphere: Ultra-matte electric green-yellow, Obsidian: Ultra-matte deep black.

Dimension: Duo chrome silver-grey with pink reflect, Parallel: Ultra-matte truffle, Pyramid: Metallic yellow gold with green reflect, Throne: Metallic blackened blue-green with multicolor reflect, Saturn: Ultra-matte terracotta, Eternal: Metallic violet copper, Lure: Ultra-matte ashy lilac.

Matta formúlan er alveg frábær, blandast vel og gott að vinna með hana. Metallic litirnir þurfa smá ást en best er að nota fingurinn til að nudda þeim á augnlokin, það er erfiðara að blanda þeim út og vinna þá. Ég hefði viljað hafa fleiri augnskugga með duo-chrome áferðinni, þeir eru mjög skemmtilegir. Dimension er eflaust uppáhalds liturinn minn úr palettunni, mjög öðruvísi litur sem að kemur mjög vel út. Ég hefði líka viljað hafa Obsidian litinn töluvert svartari, það þarf að byggja hann upp til að fá góða dýpt í hann,  staki svarti skugginn frá ABH er mun litsterkari.

Allt í allt er palettan mjög fín en ég myndi ekki setja hana á “must-have” listann. Skemmtileg viðbót í safnið.

Share: