Við getum loksins sagt að sumarið sé komið og vonum að það haldist þannig. Ég elska að skoða íslenska náttúru, taka roadtrip og ferðast um landið.

Við skelltum okkur í bústað með fjölskyldunni hans Davíðs yfir helgina og nýttum tækifærið til að skoða það helsta í grenndinni við hann. Það eru til svo mikið af síðum fyrir erlenda ferðamenn með stöðum til að heimsækja, ég slæ bara inn “things to do in “staðurinn”, Iceland” og á þá kemur helling upp. Ísland leynir heldur betur á sér og eru náttúruperlur á hverju horni (næstum því).

Fossinn Glanni. Ég hef einstaklega gaman að fossum, þeir eru svo ótrúlega orkumiklir en á sama tíma er  róandi að fylgjast með þeim.

Gönguferð upp á gíginn Gárbrók, ótrúlega fallegt útsýni þar.

 

Takk fyrir að lesa xx,

Share: