Vöruna fékk ég senda sem gjöf.

Hæ! Ég hef oft talað um þessa vöru á instagram og snapchat enda er þetta algjör snilld.

Shadow shields eru sjálflímandi bréf sem að hægt er að nota á ýmsan hátt og létta sér lífið í förðunarrútínunni. Þú bara límir þá undir augun eins og þér hentar og voila! Þú getur leikið þér endalaust án þess að pæla í því að verða öll í glimmeri eða augnskugga undir augunum.  Ég hef einnig notað þá til þess að gera fallegan og skarpan eyeliner með því að teikna eftir þeim og mynda spíss en þá er gott að passa að þeir séu jafnir undir augunum. Gott er að miða við að líma þá út frá neðri augnháralínu og beint út, ekki of hátt upp.

Persónulega nota ég þá lang mest þegar ég nota glimmer (sem er næstum því alltaf) því að mér finnst ég aldrei ná að þurrka það 100% af undir augunum en ég legg mikla áherslu á að húðin sé alveg hrein áður en ég set á mig farða. Ég hef alltaf verið að kaupa þá á netinu en rakst svo á þá í Hagkaup um daginn og það skríkti smá í mér. Ótrúlega gaman að nú getið þið notað þá líka og leikið ykkur með augnfarðanirnar enn meira!

 

 

undirskrift

 

Share: