Facetune í púðurformi?!

Fallegur grunnur er áberandi mikilvægt hugtak hjá Becca Cosmetics enda flestar vörur í grunnlínunni frá merkinu stílaðar inn á farða, farðagrunna og ljómapúður. Ég er mikill Becca aðdáandi og er ég því frekar hneiksluð á sjálfri mér að hafa ekki nælt mér í þetta setting púður fyrr.

Soft Light Blurring Powder er örfínt púður sem gott er að nota sem síðasta skrefið í förðunarrútínunni og gefur húðinni fullkomnað útlit eins og raunverulegur filter fyrir húðina. Ég nota Backligth Priming Filter undir farða  á ytri svæði andlitsins (set minna á t-svæðið) og Soft Light Blurring Powder yfir farðann. Saman vinna vörurnar að því að gefa andlitinu fallegan ljóma og bæta endingu förðunarinnar.

Ég tek “fluffy” andlitsbursta, dúmpa honum létt í púðrið og sný honum aðeins í lokinu til að dreifa púðrinu og passa að það sé ekki of mikið. Svo fer ég létt yfir andlitið með áherslu á höku, enni og svæðið við nefið og undir augunum til að milda áferð, fela svitaholur og minnka fínar línur. Á svæðunum þar sem púðrið er kemur ljómandi áferð án þess að glansa og á sama tíma kastar ljósi öðruvísi af húðinni en önnur setting púður. Það veldur því að húðin virðist vera sléttari og áferðarbetri. Það þarf bara að passa að nota alls ekki of mikið því þá koma ljómandi skellur af púðri á húðina og það er ekki fallegt.

Liturinn sem ég á heitir Golden Hour sem að gefur fallegan gylltan ljóma. Mig langar að prófa hinn litinn sem heitir Pink Haze en það á að gefa húðinni líflegt útlit og á að milda dökka bauga ásamt því að bæta áferð og endingu farðans eins og Golden Hour.

Báðar vörur fást í Hagkaup Kringlunni/Smáralind. 

Soft Light Blurring Filter púðrið keypti ég mér sjálf, Blacklight Priming Filter fékk ég að gjöf.

Share: