My precious.

Ég sagði ykkur frá Natasha Denona Aries palettunni sem að birtist í skónum mínum á aðfangadags morgun og að hún hafi bara verið upphitun… Jú, því seinna um daginn varð jólaósk Rebekku að veruleika þegar þessi kom úr einum pakkanum. Það kom tár, það skríkti í mér og það var mikið knúsað.

Í palettunni eru fjórar mismunandi formúlur og alls 18 litir; Creamy Mattes (CM), Metallics (M), Duo-chromes (DC) og Crystal (K). Crystal formúlan er einstök og inniheldur muldar demantsperlur og skuggarnir eru mjög laust pressaðir. Þeir eru æðislegir sem glimmer topcoat yfir aðra augnskugga eða einir og sér þegar búið er að bleyta upp í þeim. Ég mæli með því að nota alltaf augnskuggagrunn undir þá og pressa þeim beint á til að fá sem mest út úr þeim.

  

Talið að ofan; Spectrum (K), Earth (CM), Bellatrix (K), Flesh (CM), Orion, (DC), Gemma (CM), Atria (M), Titania (CM), Cosmo (K).

Þetta colorstory er svo fallegt og hinn helmingurinn álíka unaðslegur en samt svo ólíkur. Hægt er að leika sér með litina í ótalmargar mismunandi farðanir, bæði klassískar og dramatískar!

Talið að ofan; Diadem (CM), Vega (CM), Galaxia (K), Phoenix (CM), Electra (CM), Polaris (K), Atik (CM), Rhea (M), Supernova (DC).

Phoenix og Electra eru það sem ég myndi kalla “growers not showers”, mildir í byrjun og byggjast fallega upp. Litirnir vinna mun betur með bursta heldur en í fingra swatch-i (enda AUGNskuggar). Formúlan er mjúk og einstaklega auðvelt að blanda möttu litunum, það er næstum því að palettan blandi fyrir þig líka. Það er ekki mikið fallout af möttu litunum en þeir ýfast upp í palettunni ef það er farið í þá harkalega með burstanum svo lauflétt “tap” kemur manni langt. Crystal litirnir falla meira og ég hef passað mig að vera með laust púður undir augunum eða setja farðann á mig eftir á þegar ég nota þá.

Star Palette kostar $169 sem gera $9,40 á hvern skugga en stakir augnskuggar frá ND kosta frá $25-29. Natasha Denona förðunarvörurnar eru það sem kallast “high-end” og eru í dýrari verðflokki en háum gæðaflokki.

Það eru allar líkur á því að fleiri vörur frá ND eigi eftir að bætast í safnið í framtíðinni. Er yfir mig ástfangin af þessu förðunarmerki!

Færslan er ekki kostuð, varan fæst hér.

Share: