Það hlaut að koma að því að við fengjum nýjann farða frá palettubrjálaða förðunarmerkinu Urban Decay!

Stay Naked þyngdarlausi fljótandi farðinn hefur byggjanlega miðlungs þekju með matta áferð sem líkist alvöru húð OG endist í allt að 24 tíma. Samkvæmt framleiðanda er hann líka vatnsheldur, andar, er flexible á húðinni og hreyfist með þér allan daginn, liturinn helst sannur (oxast ekki) og því minnkar hann ásýnd húðholna. Við fáum 30 ml af farða í plastflösku með pumpu. Rósgyllingin er falleg en mér hefði þótt vænt um að fá glerflösku. Umbúðirnar eru fallegar og smart en ekki luxe.

Með my weapon of choice fyrir þennan farða, beauty svampi, fæ ég byggjanlega miðlunsþekju sem er alls ekki of þung á húðinni. Freknur og annað sjást létt í gegn um farðann þó það sé hægt að taka hann á næsta skref með annari umferð. Mér finnst áferðin falleg, ekki of mött en samt mött og það þarf ekki að stilla farðann af með púðri sem er kostur. Hann er vatnsþolinn og þolir í raun heilann helling án þess að sjái um of á honum. Eftir 12 tíma er öll áferð eins og t.d. opnar húðholur orðin sýnilegri og húðin orðin frekar oily en það er eðlilegt með mína húð og eins ég sagði ykkur á í Insta Story: Það er ekki séns að ég prófi hann í 24 klst, sorry. Stay Naked er ekki farði sem ég myndi persónulega kjósa sem kvöldfarða eða fyrir fínni tilefni en hann er frábær til dagsdaglegrar notkunar.

Einnig kom út nýr hyljari í sömu línu, Stay Naked Correcting Concealer. Hann er að mínu mati frábær, bæði undir augun og í að fela bólur. Eins og með farðann þá þarf ekki að stilla hyljarann af með púðri, það er ekki vesen á honum og rennur hann ekki mikið í línur.

Vörunar fékk ég að gjöf*

Share: