Natasha sækir innblástur í sólsetur fyrir þessa glæsilegu palettu sem inniheldur fimmtán augnskugga í hlýjum tónum.

Eins og aðrar Natasha Denona palettur þá eru fjórar mismunandi augnskuggaformúlur, mattir (CM),  metallic (M) , duo-chrome (DC) og hennar einstaka chroma crystal (K) formúla. Ég hef áður talað um Chroma Crystal formúluna en hún er ein af mínum uppáhalds augnskugga/ljómapúðurs formúlum og gefur einstaka áferð og fallegan glampa.

Chroma Crystal augnskuggar, á myndinin eru Bronzage, Sundazed og Aubade.

Atmosphere M, Sinai CM, Ice Gold K, Mandarine DC, Bronzage K.

Vulcano CM, Aubade K, Horizon CM, Sundazed K, Terra CM.

Bermuda CM, Morgana DC, Panjin CM, Igneous CM, Sol CM.

Litasamsetningin er fullkomin fyrir mér og hef ég ekki mikið út á hana að setja. Mér finnst vanta einn augnskugga í svipuðum tónum og Sinai bara aðeins ljósari sem “blöndunarlit”. Ég elska umbúðirnar á palettunum en Sunset og Star palette eru ennþá framleiddar í gamla lúkkinu, þær eru þægilegar í notkun og gott að geyma þær. Plastið inn í þeim skilur að augnskuggana og spegilinn svo hann er alltaf hreinn og á því eru skrifuð nöfnin á litunum. Nýrri augnskuggapalettur frá ND eru komnar með nýtt útlit sem eru svipaðar og Diamond & Blush paletturnar.

Formúlan á möttu skuggunum er sú sama og í öðrum palettum, þeir eru mjúkir og mjög auðvelt að blanda þá út. Sunset palette hefur verið mín go-to frá því í janúar enda þægilegir litir til að nota daglega.

Færslan er ekki kostuð, palettan fæst hér.

 

Share: