Vörurnar fékk ég að gjöf frá Nola.is

Halló, halló! Enn ein nýjungin á íslenskum augnháramarkaði, jibbý!

Handgerð, náttúruleg augnhár úr mannahárum, framleidd í Svíðþjóð og hönnuð af sænskum förðunarfræðing. First things first, við verðum aðeins að tala um umbúðirnar, ÞÆR ERU GULLFALLEGAR! Fyrst þegar ég sá þau á IG hjá Lindu Hallberg þá vissi ég að þetta væri eitthvað sem ég yrði að eignast.

dsc_0145

Sveigjan á þeim er ótrúlega falleg, þetta eru augnhárin Boo.

dsc_0124

Bandið á þeim er frekar þykkt og stíft, það þarf að “jugga” þeim vel til að mýkja þau upp. Hárin eru tölvert grófari en t.d. minka-hár en það hefur ekki útlitsleg áhrif að mínu mati.

dsc_0215

Augnhárin Boo.

Ég elska hvað þau eru þétt við bandið og spíssast svo út, ótrúlega dramatísk og flott.

dsc_0186

Augnhárin Beroe 3D 

Náttúrulegri en Boo og eru hönnuð þannig að hárin koma á víxl eða liggja yfir hvort annað í “x”. Held að þessi séu æði við náttúrlegar farðarnir.

Nola.is eru með alls 13 gerðir frá SWEED og mæli ég með því að þið kíkið á það. 

undirskrift

Share: