Oh she’s done it again! Um áramótin gaf Kylie Cosmetics út nýja palettu – The Royal Peach Palette og eins og með allar aðrar vörur sem að koma frá merkinu þá missti internetið vatnið. Mikil umræða var um að þetta væri stolin hugmynd frá Too Faced Sweet Peach Palette en fyrir mér eru þetta tvær mjög ólíkar palettur með ólíka litatóna og formúlur. I still need that Sweet Peach tbh.

Burgundy palettan var æðisleg en Holiday palettan var algjört wah-wah því hafði ég mjög mixed feelings og væntingar gagnvart þessari.

DSC_2009

Umbúðirnar eru  fallegar hvítar með rósagylltum stöfum, hún inniheldur 12 augnskugga: 4 mattir, 2 satin og 6 metallic.

DSC_2054

Litasametningin er mjög skemmtileg og peachy. Ferskjulitaðir út í órange, lilac litaður, kóngablár og bronze. Hlakka mikið til að leika mér með þá.

DSC_2018

Einn bursti fylgir palettunni og er hann hvítur með rósargylltu. Formið á honum minnir örlítið á Mac 217 bara meira fluffy, örugglega frábær í blöndun.

DSC_2085

Sorbet (matte finish light tangerine) Seashell (metallic finish pink champagne) Peachy (matte finish bright peach) Royal (satin finish bright royal blue) Queen Bee (metallic finish shimmering caramel) Duke (metallic finish red copper) Duchess (metallic finish bright cinnamon) Sandy (matte finish medium tan) Mojito (metallic finish golden green) North Star (metallic finish soft lilac) Crush (satin finish peachy pink) Cinnamon (matte finish burnt orange)

Skuggarnir eru fínir en þeir möttu eru frekar púðurkenndir þó að það dragi ekki úr litnum. Við fyrstu prófun virðast þeir blandast mjög vel. Allt í allt líst mér ótrúlega vel á palettuna, hún er falleg, litsterk, fjölbreytt og hægt að nota hana dagsdaglega og fyrir ýktar kvöldfarðanir. Mér finnst þó vanta í hann einn dökkan brúnleitan lit til að dýpka en cinnamon er ekki alveg nógu dökkur fyrir minn smekk. Einnig er ótrúlega sterk lykt af palettunni/augnskuggunum sem að gæti verið bara af umbúðunum.

Fylgist vel með á snapchat -> rebekkaeinars en ég mun prófa hana þar á næstu dögum.

Þar til næst, xx

undirskrift

Share: