Thirsty er fjórða palettan frá Jeffree Star Cosmetics og er partur af sumar línunni 2018.

Eins og ég sagði þegar ég skrifaði um Blood Sugar í Apríl þá var ég löngu búin að ákveða að kaupa þessa palettu áður en hún var sýndi í heild sinni og sama á við um komandi palettu úr Holiday 2018 þegar að hún kemur. Mér finnst þær allar æðislegar og hingað til hafa þær verið mjög djarfar og ólíkar því sem kemur frá öðrum snyrtivöruframleiðendum.

Jeffree segir í myndbandinu sínu að hann hafi betrum bætt Blood Sugar formúluna og í þessari palettu sé minna um “fallout” en sumir skuggar í fyrri palettunni eru lausari í sér og falla örlítið. Í Thirsty palettunni er ný kynslóð af metallic/glimmer augnskuggum sem að ég vona að við munum sjá meira af í næstu palettum því þeir eru gullfallegir. Divine og lick eru með silkimjúka metallic áferð og hlaðnir pigmenti en Filthy Rich, Snatched og Plunge eru metallic í grunninn með fíngerðum glimmerflögum sem að gefa þeim enn meiri dramatík.

Af allri palettunni þá eru líklegast Submerge, Divine og Kumquat í mestu uppáhaldi hjá mér þó þeir séu allir æðislegir. Ég er alls ekki mikið fyrir silfurlitaða augnskugga en Divine er, eins og nafnið segir okkur, guðdómlegur. Hann er silkimjúkur, þekur ótrúlega vel og það glampar svo ótrúlega fallega á hann. Þegar maður horfir á palettuna í heild sinni virðist hún vera mjög djörf og litrík en ef þú setur hendina yfir Quench, Submerge og Splash þá er hún hlutfallslega mjög basic. Kumquat er litur sem ég á eftir að nota mjög mikið, fullkominn grunnlitur fyrir mig en hann er örlítið appelsínugulari en hann myndast í pönnunni.

Útlitslega séð er Thristy ekki að mínu skapi. Umbúðirnar eru langt því frá að vera jafn flottar og Blood Sugar en það verður erfitt að toppa hana. Mér finnst persónulega kartonið sem er utan um palettuna flottara heldur en palettan sjálf en það er metallic appelsínugult og í stíl við restina af línuni. Ég skil heldur ekki alveg parket útlitið en það hlýtur að vera eitthver pæling á bakvið það sem ég bara hef ekki smekk fyrir.

Formúlan er hinsvegar frábær og blandast augnskuggarnir fallega saman. Quench er eini sem að þyrlast aðeins upp en hinir möttu falla ekkert og haldast vel á sínum stað. Mér finnst best að bleyta aðeins upp í burstanum áður en ég nota metallic skuggana en það er alls ekki nauðsynlegt.

Ég er búin að gera þónokkrar farðanir með palettuni og eru nokkrar þeirra komnar á Instagram, endilega kíkið á þær þar @rebekkaeinarsmua!

 

Share: