Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf.

Frá því að Beauty Blender kom, sá og sigraði förðunarheiminn fyrir nokkrum árum hafa önnur förðunarmerki verið að gefa út sýnar útgáfur af svampinum. Hvort svo sem hann á að vera alveg eins, betrum bættur eða bara álíka form með annari áferð.

Ég hef prófað mikið af ótrúlega lélegum svömpum í minni leit af hinum besta “dupe” svampi, hef komist að því að no-name svampar eru ekki fyrir mig og ég er mjög picky á áferð. Hér eru að mínu mati Topp 5 bestu förðunarsvamparnir af þeim sem ég hef prófað:

Beauty Blender Pro

2909439

Þessi er minn uppáhalds í vinnu, áferðin er grófari en á hinum. Nota hann mikið í þykka farða/hyljara.

Base Maker (Modelrock)*

551b6c93-4ae3-4e27-845f-497a5016bdda__55516-1467672307-451-416

Ótrúlega mjúkur, frábær til að blanda út fljótandi farða. Beauty Blenderinn er meira egglaga, en þessi líkari dropa, endinn á honum er töluvert mjórri en á BB sem að mér líkar vel.

My Flawless Blender – Edge (My Kit Co.)*

gourd_sponge_single_3_1024x1024

Formið á honum er mjög þægilegt, nota botninn í að blanda út farða á andliti og svo skáskorna partinn til að blanda út kremskyggingar og hyljara. Skorni parturinn er egglaga, en á RT svampinum er hann hringlaga. Því passar þessi öðruvísi undir augun t.d.

Miracle Complexion Sponge (Real Techniques)

6_6_5_0_2494486

Klassíski appelsínuguli svampurinn sem að ALLIR eiga, þægilegur, mjúkur og stækkar vel. Botninn á honum er dropalaga eins og á Model Rock svampinum en skáskorni flöturinn er hringlóttur.

Perfecting Puff (Ofra)*

perfecting-puff_1024x1024

Egglaga en ekki með alveg eins rúnaðan odd og BB. Áferðin á honum er hinsvegar allt öðruvísi en á hinum svömpunum og þegar hann er blautur mótast hann svolítið eins og leir.

Ég fæ alltaf spurningar um svampana sem að ég nota þegar ég farða mig og hér eru þeir því allir. Með því að nota svamp geturu flýtt fyrir blöndununni á farðanum og fengið fallega áferð. Ég mæli alltaf með því að nota svampinn rakann, annars dregur hann vöruna í sig og lítið verður eftir á húðinni. Ef að þið viljið létta áferð er best að nota bara svamp til þess að blanda farðanum út en með því að setja hann á með bursta fyrst og blanda svo út með svampi færðu betri þekju.

Ómissandi partur af förðunarrútínunni og besta hjálpartæki förðunarfræðingsins.

undirskrift

Share: