Hello, hello, hello! Ég nældi mér í mjög áhugaverðan farða frá NYX Professional Makeup.

Samkvæmt framleiðanda á Total Control að vera örþunnur fljótandi farði sem gefur sheer – FULLA þekju með velvet mattri áferð.

Talað er um að 2-4 dropar sé nóg eftir því hvaða þekju þú vilt en ég hef aldrei náð fullri þekju með bara 4 dropum. Ég skil að að ætlast er til að við notum lítið af vörunni í einu en það að í glasinu séu bara 13 ml er mjög lítið miðað við farða. Ég er búinn að nota lit #07 af og til í 2 vikur og það er farið að sjá vel á flöskunni.

Þar sem formúlan er þunnfljótandi og blandast vel út þá er auðvelt að stjórna þekjunni, því er gott að nota farðann fyrir bæði dagsdaglega notkun og á kvöldin. Hinsvegar myndi ég ekki segja að hann gæfi aldrei alveg fulla þekju án þess að vera of “runny” og hann smokri sér í línur og svitaholur inann skamms. Hann er fullkominn fyrir miðlungs þekju, þar sem hann þekur allt sem þarf en það sjást aðeins í gegnum hann freknurnar. Á heimasíðu NYX Professional Makeup stendur ekkert um það hversu lengi hann á að endast en ég held að það sé viljandi gert því að með þennan farða finnst mér það vera mjög misjafnt. Hann er ekki vatnsheldur, hann hefur runnið til við ennið ef ég svitna og það koma dropa för í hann ef það rignir. Ef ég forðast það tvennt þá er hann fínn í 4-6 tíma þangað til náttúrulegar olíur koma í gegn um hann. Persónulega þá er ég ekki hrædd við að glansa örlítið svo að það truflar mig ekki og get ég verið með hann fínann í 8 tíma. Kannski gott að hafa púður við hönd til að dúmpa á nefið.

Áferðin er falleg en örlítið púðurkennd, velvet matte er hárrétt því hann verður ekki þurr en hann er samt ekki ljómandi. Í boði eru 24 litir sem að mér finnst frábært skref í rétta átt, við erum öll svo ólík. Með mismuandi húðlit og undirtóna. Ég keypti mér #07 og #12.

Það er til bursti sem fylgir farðanum og á að vera góður með en ég nota svipaðan bursta sem að ég á sjálf, það þarf bara að passa að hann sé ekki of stífur. Stífir burstar eru ekki svo góðir í svona þunnfljótandi farða því að þeir hreyfa hann of mikið á húðinni. Við viljum ekki að hann fari neitt þegar hann er kominn á sinn stað, þótt það sé verið að blanda hann. Mjúkur farðabursti og svo rakur svampur er því það sem ég myndi mæla með.

Ég keypti farðana á $14 stykkið (rétt um 1500 kr) í NYX búðinni á Union Square í New York. Total Control er væntanlegur til Íslands og mun ég uppfæra færsluna þegar hann kemur, annars er hann til á öllum sölustöðum NYX Professional Makeup út um allan heim. Hægt er að kaupa hann á netinu hér og hér.

Færslan er ekki kostuð.

Share: