Margir þekkja kannski nafnið, Touche Éclat, en gullpenninn frægi er einmitt úr þeirri línu. Touche Éclat línan frá YSL hefur sérstakri tækni sem endurkastar ljósi á einstakan hátt og gefur húðinni geislandi útlit og ljóma.

Ég er ekki fyrst með fréttirnar, síður en svo, farðinn kom út fyrir nokkrum árum eða 20 árum eftir að gullpenninn var gefinn fyrst út. Hinsvegar þá kom nýlega út nýr hyljari, Touche Eclat High Cover Radiant Concealer, sem er í sömu umbúðum og gullpenninn góði. Formúlan er létt, gefur góða byggjanlega þekju og gefur húðinni fullkomna ljómandi áferð – án þess að vera of olíukenndur. Ég hef verið að nota hann mikið dagsdaglega og finnst mér best að blanda honum út með fingrunum eða farðasvampi, það er mjög auðvelt að byggja hann upp án þess að það verði klessulegt undir augunum.

Touche Éclat farðinn er draumur í flösku fyrir mig, hann gefur ljóma, góða þekju og fallega áferð. Eins og ég hef oft sagt ykkur þá finnst mér húðin fallegri og eðlilegri ef það er smá glans í gegnum farðann en ég vil alls ekki að farðinn renni til og hann gerir það ekki ef ég nota krem sem henta minni húðgerð undir. Það er óþarfi fyrir mig að púðra hann niður en þó ég setji létt lag af lausu púðri þá tapar hann ekki ljómanum, endingin er góð sama hvað eða um 8 tímar. Í farðanum er spf 19 en ég mæli aldrei með því að treista eingöngu á sólarvarnir í förðum ef þið ætlið að nota hann yfir daginn. Varðandi SPF og myndir þá finnst mér hann ekki gefa flashback.

Til þess að sýna hvað hann er fallegur á húðinni og myndast vel þá býð ég hér upp á (einum of) close up. Þið finnið aðrar upplýsingar um þessa förðun á Instagram, @rebekkaeinars.

Farðarnir frá YSL hafa lengi verið í miklu uppáhaldi og gaman að bera þá aðeins saman. Touche Éclat farðinn endist ekki jafn vel á húðinni og All Hours farðinn en hefur ljómann og áferðina fram yfir hann. Fusion Ink er mun léttari á húðinni en Touche Éclat og All Hours, hann þornar á húðinni og ég finn ekkert fyrir honum en gefur húðinni ekki jafn mikið líf Touce Éclat og endist ekki jafn vel og All Hours. Allir farðarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér, allir mjög ólíkir og gefa mismunandi áferðir. Fusion Ink og Touche Éclat hafa einnig báðir komið í Cushion en ég er búin með þá báða og gat því ekki komið með samanburð á þeim líka en ég set hlekki neðst í færsluna fyrir áhugasama.

Hérna er samanburðarmynd af öllum förðunum og sést vel að Touche Éclat er mest ljómandi og þornar ekki, hinir eru báðir snertiþurrir. Ég er með alla farðana í B30 en eins og má sjá þá er smá litamunur milli farða, Fusion Ink virðist hafa annan undirtón en hinir tveir og All Hours oxast meira og fær rauðari tón.

Með því að smella á hlekkina getið þið lesið færslurnar um All Hours, Fusion InkFusion Ink Cushon og Touche Éclat Cushion farðana.

//Vörurnar fékk ég að gjöf, færslan er ekki kostuð að öðru leiti.

Share: