Færslan er ekki kostuð.

Við erum öll með okkar go-to farðanir, hárgreiðlslur, flíkur og fleira. Eitthvað sem okkur líður vel með/í og hreinlega klikkar ekki. Ég er með náttúrulega slétt hár sem að haggast ekki nema með notkun járna eða hot tools. Ef ég sef með fléttur þá fæ ég mögulega örlitlar bylgjur í hárið sem að renna svo hratt úr og ef ég set það upp í snúð þá kemur það jafn slétt úr honum. Því gríp ég oft í krullujárnin og í dag ætla ég að sýna ykkur eitt af mínum uppáhalds.

Ég hef prófað ALLSKONAR krullujárn en járnin frá HH Simonsen eru ein af þeim bestu að mínu mati. Lang oftast nota ég ROD VS10, það gefur náttúrulega og óreglulega liði. Lögunin á járninu veldur því að enginn lokkur er 100% alveg eins, því fellur hárið síður saman og virðist því vera meira. Það er hægt að leika sér ótrúlega mikið með það með því að taka stærri lokka og fá þá meira wavy útlit eða þá að taka mjög litla lokka og fá mjög krullað hár. Oftast nær fer ég milliveginn. Stundum krulla ég alveg upp að rót til að fá meiri lyftingu en það er líka ótrúlega flott að gera bara endana til að fá hreyfingu í þá. Það er líka fljótlegra.

Ég fékk að gjöf frá Hárvörur.is nokkrar vörur frá Sexy Hair, þar á meðal var þessi æðislega 450° Protect hitavörn sem að hefur slegið í gegn hjá mér. Ég spreyja henni yfir smá svæði í einu til að passa að hún nái allstaðar. Það sem mér finnst best við hana er að hárið verður ekki rennandi blautt heldur spreyjar hún jafnt yfir. Einnig gefur hún fallegan gljáa og létt hold. Ég passa mig að nota alltaf hitavörn áður en ég ferð með járn á hárið enda eru járnin ótrúlega heit og geta farið illa með það.

Share: