Varan var gjöf frá Makeupandmore.is

Þið sem hafið fylgt mér í ágætan tíma vitið alveg hvað ég er að fara að tala um, þetta er vara sem hefur verið föst í minni förðunarrútínu í þúsundogeitthvað ár. Já, ég er að tala um Whitetobrown Tanning Mist. Ég viðurkenni það fúslega að ég er eins og allir aðrir íslendingar, mér líður betur þegar ég er með örlítið (eða mikið) sólkyssta húð. Hinsvegar þá forðast ég sólina og ljósabekki eins og heitan eldin (af augljósum ástæðum) og því hef ég verð stoltur elskandi sjálfbrúnkuvara síðan ég var í 8. bekk. Staðfest.

Á þessum árum hef ég prófað ótalmargt eins og krem, froður, klefa, látið fagaðila sprey-a á mig og bara name it, ég hef gert það. Allt frá Dove líkamskreminu upp í St. Tropez brúnku froðuna. Fyrir nokkrum árum kynntist ég svo White to brown þegar Airbrush Sól byrjaði að flytja það inn, eftir það var ekki snúið aftur. Að mínu mati eru þessar vörur með fallegasta litinn fyrir mína húð og hentar formúlan í Tanning Mist mér einfaldlega lang best. Ég er löt, það þýðir ekkert að leyna því og það er kannski þessvegna sem að þessi vara hefur haldið svona vel í mig. Það eina sem að ég þarf að gera er að loka augunum, spreyja yfir andlitið og ég er orðin gullin brún og sæt. Persónulega finnst mér mun skemmtilegra að farða sjálfa mig þegar ég er með aðeins meiri lit heldur en postulínshvítu húðina mína, því nota ég það óspart áður en ég geri dramatískari farðanir. Ef ég farða mig á morgnana þá nota ég það létt yfir andlitið og bringu, leyfi því svo að þorna örstutt áður en ég ber á mig farða o.fl.

dsc_0746

Gott er að halda brúsanum 20 cm frá andlitinu og sprey-a létt og jafnt yfir allt andlitið, og leyfa því svo að þorna ósnertu. Auðvitað ef það er einhvað augljóslega ójafnt þá er hægt að dreyfa því létt með fingrunum og þvo sér svo vel um hendurnar en það er oftast óþarfi. Davíð tók upp á því að nota púðurburstann minn frá RT til þess að setja Tanning mist á sig svo að það færi ekki í hárið á honum og verð ég að viðurkenna að ég hef verið að apa það eftir honum núna með góðum árangri. Að vera ljóshærður og brúnkuelskandi er ekki gott combo en þetta reddar alveg málunum. Ég spreyja þá bara í burstann sjálfann og dreyfi litnum með honum yfir allt andlitið. Brilliant.

dsc_0743

 

undirskrift

Share: