Færslan er ekki kostuð.

Fyrir nokkrum árum  síðan breyttist förðunarlíf mitt….eða það mætti segja að það hafi steypst á hvolf og aftur til baka, 360°makeup flip. Eins og hjá svo mörgum öðrum stelpum þá tók instagram yfir líf mitt í kringum 2013-14 en það var tímabilið sem að förðun, fleek og false lashes tröllreið netheimum (og hefur ekki hætt síðan) en eftir að hafa alist upp (já, literally frá blautu barnsbeini) við það að nota eingöngu eitt förðunarmerki og ekkert annað í mörg herrans ár þá fór ég að fikta mig áfram og prófa nýja hluti. Einn daginn fór ég svo í Hagkaup on a mission – Ég ætlaði að kaupa fyrsta “dýra” farðann minn en eftir miklar vangaveltur og virkilega nákvæma upplýsingaleit á netinu ákvað ég að Fusion Ink frá Yves Saint Laurent yrði fyrir valinu.

Löng saga stutt: Þetta varð mér að falli. Eftir að hafa dýft litlu tánni ofan í þá djúpu, gullnu, fallegu laug sem að high-end förðunarheimurinn er, var ekki aftur snúið. Ó, heldur betur ekki. Fusion Ink var það sem byrjaði þetta allt saman og nú ætla ég loksins að setjast niður og segja ykkur afhverju þessi farði er svona frábær því enn í dag finnst mér hann ómótstæðilegur og engum líkur. Þið sem lesið bloggið reglulega vitið manna best að ég er svo djúpt sokkinn í foundation að mér verður ekki bjargað og þið vitið vel hver mín idol í förðunarheiminum eru – jú þeir sem hafa fullkomnað ásetningu farða og öllu sem því fylgir.

DSC_1011

Já, að Fusion Ink. Um er að ræða formúlu sem er full af töfrum og einhyrningatárum eða eitthverju álíka myndi ég halda, hún er fislétt og gefur miðlungs þekju. Að mínu mati er ekkert mál að byggja farðann upp og blandast hann vel inn í húðina mína. Hann þornar demi-matte myndi ég segja en á boxinu stendur “dries to a perfectly matte complexion” – hann gefur húðinni glow en er samt mattur. Helsti kosturinn að mínu mati er áferðin en þetta er eins og að bera á sig létta þurrolíu sem að hverfur svo alveg en skilur eftir sig litinn. Þú finnur ekki fyrir því að þú sért með farða á þér og í rauninni þarf ekki að púðra yfir hann. Ég er löngu búin að sætta mig við það að ég er með olíukennda húð og nota ég aldrei primer undir farða, einungis rakakrem þar sem að ég vil fá nýta farðann sjálfan en ekki leggja hann ofan á annað. Hann endist í góða 6+ tíma á mér án þess að ég glansi en eftir 8 tíma er ég byrjuð að fá olíubletti á nef og enni, þetta er samt sem áður ekki farði sem ég myndi velja mér fyrir langan vinnudag. Ég hef ekki fundið fyrir því að fá bólur af honum né aukna myndun fílapensla en myndi mæla með honum helst fyrir normal/þurrar húðtýpur frekar en feitar/blandaðar bara upp á endinguna.

DSC_1019 (1)

Umbúðirnar eru svo gullfallegar eins og þið sjáið en það er ekki pumpa heldur sproti. Ég set oft doppur af honum í andlitið eða á hendina á mér og blanda svo út með strippling bursta og enda á beautyblender til þess að fullkomna áferðina.

DSC_1020

Liturinn minn núna er B30 en ég hef verið að flakka á milli 30 og 45.

undirskrift

Share: