Fyrr í sumar eignaðist ég tvær dásamlegar vörur úr sumarlínu YSL – SOLAR POP.

Ég hef þráð að eignast YSL Bronzer í nokkurn tíma núna og er þessi ekki í verri kanntinum. Umbúðirnar eru limited edition gullfallegar með slönguskinns áferð og há-rauðu YSL lógói. Umbúðirnar slóu mig alveg út af laginu, um leið og línan var kynnt vissi ég að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að eignast. Sólarpúðrið sjálft er pressað með svo fallegri áferð að ég týmdi varla að nota það í dágóðan tíma. Eins og alltaf fær YSL 10/10 fyrir umbúðir.

Liturinn heitir Fire Opal og er hlýr óranstónn sem gefur fullkomið sólkysst útlit. Formúlan er brilliant – fislétt, blandast vel og ekki of þekjandi. Gefur því húðinni fallegt gullinbrúnt útlit án þess að vera of kökulegt/gerfilegt.

Í línunni komu tveir Full Metal Shadow sem er fljótandi augnskuggi með metaláferð og endist í 16 tíma á augunum. Þetta er liturinn Violet Wave, ótrúlega fallegur.

Vörurnar voru gjöf frá YSL á Íslandi.

Share: